Í morgun áttum við yndislega stund saman, börn, foreldrar og starfsfólk í tilefni af Degi leikskólans sem er 6. febrúar ár hver. Við vorum með fallega vinastund í garðinum þar sem kveikt var á kerti fyrir hvert barn í kertakrukku sem börnin höfðu málað sjálf.

Þegar búið var að kveikja á kertunum voru sungin nokkur falleg vinalög. Að lokum tókum við á móti Grænfánaskilti, sem er tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í leikskólanum. Fulltrúi Landverndar afhenti okkur Grænfánaskiltið og tóku nokkur stolt börn af elstu deildinni á móti honum

Takk fyrir komuna kæru foreldrar

005

 

130

 

 

 

 

 

 

 

170

057

 

 

 

 

 

 

 

025

Skipulagsdagar

Skipulagsdagar eru sex á skólaárinu 2018-2019 og lokað allan daginn. Þrír eru á haustönn og þrír á vorönn samkvæmt reglum. Þeir eru 24. ágúst, 17. október, 23. nóvember, 9. janúar, 18. mars og 24.maí. Þrír af þessum dögum eru á sama tíma og starfsdagar starfsfólks og frídagar nemenda í Vættaskóla - Borgir og í grunnskólum Grafarvogs, þ.e. 17. október, 18. mars og 24. maí. Sjá skóladagatal.
  • 24. ágúst 2018
  • 17. október 2018
  • 23. nóvember 2018
  • 9. janúar 2019
  • 18. mars 2019
  • 24. maí 2019