Velkomin á Hulduheima

Við fórum í frístundarheimilið Hvergiland og sáum leiksýninguna Vera og vatnið á afmælisdegi leikskólans. Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru.

 

Við fylgdumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin var 25 mínútur og eftir sýninguna fengu börnin að skoða leikmunina og hitta veruna Veru.

Vera og vatnið var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2016 og er sýnd aftur í vetur í Tjarnarbíói vegna mikilla vinsælda.

Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10Vera og vatnid10

Skipulagsdagar

Skipulagsdagar skólaárið 2017-2018 eru sex á skólaárinu og lokað allan daginn, 18. október, 12. mars og 18. maí eru á sama tíma og starfsdagar starfsfólks og frídagar nemenda í Vættaskóla - Borgir og í grunnskólum Grafarvogs (sjá nánari umfjöllun í starfsáætlun leikskólans bls. 24).
  • 25. ágúst 2017
  • 18. október 2017
  • 24. nóvember 2017
  • 10. janúar 2018
  • 12. mars 2018
  • 18. maí 2018