Leikskólinn Hulduheimar

Leikskólinn var formlega opnaður 11. nóvember 1997 og fyrstu tólf börnin byrjuðu föstudaginn 7. nóvember. Leikskólinn er byggður á verðlaunatillögu í lokaðri samkeppni, sem efnt var til af Reykjavíkurborg árið 1995. Arkitekt er Ingimundur Sveinsson og landslagsarkitekt er Ragnhildur Skarphéðinsdóttir.
Tjaldið á leiksvæði barnanna er séreinkenni leikskólans og lýsti eitt barnið leikskólanum á skemmtilegan hátt og sagði að leikskólinn væri ,,hús með skrýtnu tjaldi". Efnt var til samkeppni um nafn á leikskólann og leikskólaráð valdi nafnið Hulduheimar úr fjölda nafna sem bárust. Nafnið á Bryndís Markúsdóttir.

Deildirnar eru fjórar og heita Sólskinsbær, Álfhóll, Sjónarhóll og Kardemommubær. Leikskólinn er staðsettur í Borgahverfi í Grafarvogi við Vættaborgir 11, nálægt strandlengjunni. Útsýnið frá leikskólanum er mjög fallegt
og sést til Esjunnar, Úlfarsfells og Geldingarness. Göngustígar eru frá leikskólanum í allar áttir og tengjast Víkurhverfi, Engjahverfi og Rimahverfi. Um 5 – 10 mínútna gangur er niður í fjöru og stutt er í verslunar- og
þjónustukjarnann Spöngina. Gott semstarf er við Borgaskóla sem er grunnskóli hverfisins sem og frístundaheimilisins Hvergilands.

Aðalmarkmið Hulduheima

Að barnið læri að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum, öðlist jákvæða sjáfsmynd og tilfinningu fyrir eigin getu.

Einkunnarorð leikskólans eru "Virðing – Gleði – Vinátta" og ræktum við með okkur vináttu, gleði og samkennd í leik og starfi svo hver einstaklingur fái notið sín.

Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio sem kennd er við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Hugmyndafræðingurinn á bakvið starfið þar var Dr. Loris Malagozzi. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði og uppeldiskenningum John Dewey og hugmyndafræði Diane Gossen -Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga. Tákn með tali er líka virkur þáttur í starfsemi leikskólans.

Við erum í Reggiósamstarfi við þrjá aðra leikskóla, Austurborg, Engjaborg og Brekkuborg. Sjá undir krækjur meira um Reggió hugmyndafræðina.

Úr barnaverndarlögum

"Börn eiga rétt á vernd gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi og gegn vanrækslu."

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 19. grein.
"Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skulu veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning."

Í samræmi við þetta er starfsmönnum leikskóla skylt að tilkynna til barnaverndar ef grunur leikur á að um einhverskonar vanrækslu eða misbeitingu sé að ræða gagnvart barni.

Öll börn eiga rétt á vernd og umönnun.

pdfAbout Hulduheimar (english)
pdfAbout Hulduheimar (french)

Vilborg Magnúsdóttir, deildarstjóri

Vilborg Magnúsdóttir, deildarstjóri

Vilborg er í 100% starfi á Sólskinsbæ.

Vinnutími hennar er breytilegur.

Vilborg er leik- og grunnskólakennari. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1983 og sem grunnskólakennari frá KÍ 1986.

Vilborg hóf störf 1.desember 2015.

Undirbúningstími er á föstudögum best er að hafa samband við deildarstjóra þá.

Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Mirlinda Luzha

Mirlinda Luzha

Mirlinda er í 100% starfi á Sólskinsbæ

Vinnutími hennar er breytilegur

Hún hóf störf 1. nóvember 2018


Hjördís Arna Hjartardóttir, leiðbeinandi

Hjördís Arna Hjartardóttir, leiðbeinandi

Hjördís Arna er í 100% starfi á Sólskinsbæ.

Vinnutími hennar er breytilegur.

Hjördís Arna hóf störf í Hulduheimum 8. september 2014

Hjördís er Viðskiptafræðingur að mennt


Dísa Thuong Khong

Dísa Thuong Khong

Dísa er í 100% starfi á Sólskinsbæ.

Vinnutími hennar er breytilegur

Hún hóf störf 4. febrúar 2019