Eldhús

Matarstefna og fyrirkomulag matartíma í Hulduheimum

Í Hulduheimum vinnum við eftir gæðahandbók leikskólannna, GÁMES kerfinu og styðjumst við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar varðandi matarræði barna.

Morgunmatur: 8:15 - 9:00
Hafragrautur er í boði á hverjum degi, súrmjólk  tvisvar í viku, hrökkbrauð með smjöri þrisvar í viku og ávextir.

Hádegismatur: 11:30 - 12:30
Við leggjum áherslu á fjölbreytt heimilislegt og hollt fæði, bjóðum upp á fisk tvisvar í viku, kjötmeti einu sinni til tvisvar í viku (lítið er um unnar kjötvörur), grænmetisréttir öðru hvoru og spónarmat t.d. súpur og grautar einu sinni í viku. Vatn og grænmeti eru ávallt í boði með hádegismatnum og eru börnin mjög dugleg að borða grænmetið.

Í menningarviku er þjóðarréttur þess lands sem vikan er tileinkuð framreiddur í lok vikunnar og er börnunum kennt m.a. að segja gjörið þið svo vel og takk fyrir á tungumáli þess lands, ásamt fræðslu um landið.

Nónhressing: 14:30 - 15:15
Oftast bökum við brauðin sjálf, álegg er fjölbreytt t.d. skinka, kæfa, ostar, mysingur, egg, ávextir og grænmeti., höldum sykurneyslu í lágmarki fyrir utan vöfflur einu sinni í mánuði og kökur sem bakaðar eru til hátíðabrigða.

Ávaxta og grænmetistundir er kl. 10:30 og 16:30
Bjóðum upp á fjölda tegunda ávaxta og grænmetis.

 

Sérfæði
Við leitumst við að bjóða þeim börnum sem þurfa sérfæði upp á samskonar fæði og er á matseðli.

Áhugaverður linkur um ofnæmi og óþol
 
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1407

Afmæli barnanna
Þegar haldið er upp á afmæli í leikskólanum búa börnin til sínar eigin kórónur, ef þau geta það ekki aðstoða kennarar þau. Leikskólinn er sælgætislaus leikskóli en það var ákveðið að ósk foreldra fyrir nokkrum árum. Þegar haldið er upp á afmæli barnanna þá er í boði að taka ávexti, grænmeti, saltstangir og ídýfu að heiman og setur barnið á afmælisbakka, með hjálp starfsmanns, til að bjóða á deildinni. Afmælissöngurinn er sunginn og barnið fær vinastein að gjöf með hlýjum orðum frá starfsmönnum og börnum.
Barnið fær að velja sér disk, diskamottu og glas sem það notar í morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu og fáni er settur á borð afmælisbarnsins.

Í sameiginlegri söngstund, sem er einu sinni í viku á föstudegi, er sungin afmæliskveðja til þeirra barna sem áttu afmæli í vikunni.

Hugmyndir af afmælisveitingum: melónur, mismunandi berjategundir, ananas, niðurskorið grænmeti t.d. paprikur, rófur, gulrætur, gúrkur o.fl, saltstangir og ídýfa.

Áhugaverðir linkir um mötuneyti leikskóla
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1505
http://www.lydheilsustod.is/naering 

 

Skoða matseðil


Starfsfólk í eldhúsi