Foreldrafélag Hulduheima var stofnað í mars 1998. Við í stjórn félagsins höfum mótað vissar hugmyndir og markmið með félaginu og erum sífellt að bæta á visku- og hugmyndabrunninn.
Starf foreldrafélagsins er mjög fjölbreytt og það hefur sýnt sig að samhent foreldrafélög hafa sterka rödd, bæði hvað varðar innra starf leikskólans, aðbúnað hans, ásamt hverskyns öðrum málum sem upp geta komið. Það er tekið mark á okkur og við erum eins konar þrýstihópur leikskólans.
Markmið félagsins
- Að góð tengsl náist við foreldra og starfsfólk leikskólans
- Að hafa áhrif á umhverfi og aðbúnað Hulduheima
- Að félagið sé öflugur þrýstihópur leikskólans útávið
- Að vera til stuðnings og gæta hagsmuna barna og forráðamanna þeirra
- Að vera forsprakkar að ýmsum skemmtilegum uppákomum í samvinnu við starfsfólkið
Skemmtisjóður
Foreldrafélagið þarfnast fjármagns til að geta staðið fyrir uppákomum eins og vorferð/vorhátíð, leiksýningu 1x á ári, ýmsu tengdu desembermánuði og fleiru. Sjóðurinn er í vörslu foreldrafélagsins og er ekki hugsaður sem langtíma söfnunarsjóður heldur sjóður sem mun vera notaður til hins ýtrasta á hverju starfsári.
Fjármögnun
Greiðsla í sjóðinn fer þannig fram að innheimt er einu sinni á ári með millifærslu að upphæð 4000 krónur fyrir hvert barn. Foreldrar fylla út þar til gert eyðublað er greinir frá greiðanda og nafni barns. Hingað til hafa foreldrar verið samviskusamir og greitt fljótt og örugglega og hvetjum við alla til að halda því áfram því alltaf er eitthvað skemmtilegt framundan hjá börnunum okkar.
Á hverju ári er lagður fram ársreikningur sjóðsins. Foreldrar geta auðveldlega fylgst með hvernig peningunum hefur verið varið.
Fundir félagsins eru haldnir mánaðarlega og hvetjum við ykkur foreldra til að hafa samband við okkur ef þið lumið á góðum hubmyndum eins ef þið hafið einhverjar athugasemdir sem þið viljið koma á framfæri.
Stjórn foreldrafélagsins 2016-2017
Stjórn foreldrafélagsins 2015 - 2016
Ársskýrsla stjórnar 2012 til 2013
Uppgjör foreldrasjóðs 2012 til 2013
# | Title | Version | Description | Size | Hits | Download |
---|