Leikskólastarf

Article Index

Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio, sem kennd er við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Hugmyndafræðingurinn á bak við starfið þar var Dr. Loris Malagozzi. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði og uppeldiskenningum John Dewey og hugmyndafræði Diane Gossen – Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga.

Tákn með tali er líka virkur þáttur í starfsemi leikskólans. Gott samstarf er við Borgaskóla sem er grunnskólinn í hverfinu og frístundaheimilið Hvergiland.

Einkunnarorð leikskólans eru "Virðing  – Gleði  – Vinátta" og ræktum við með okkur vináttu, gleði og samkennd í leik og starfi svo hver einstaklingur fái notið sín.

Aðalmarkmið Hulduheima er að barnið læri að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum, öðlist jákvæða
sjálfsmynd og tilfinningu fyrir eigin getu.